Í Sigtúni Grand Hótel.
Í Sigtúni Grand Hótel.
Grand Hótel í Sigtúni verður langstærsta hótel landsins eftir að fyrirhugðari stækkun þess lýkur á næstu árum. Ólafur Torfason, eigandi Íslandshótela, bindur vonir við að framkvæmdir við stækkunina geti hafist um áramótin.

Grand Hótel í Sigtúni verður langstærsta hótel landsins eftir að fyrirhugðari stækkun þess lýkur á næstu árum. Ólafur Torfason, eigandi Íslandshótela, bindur vonir við að framkvæmdir við stækkunina geti hafist um áramótin. Alls 311 herbergi eru nú á hótelinu og verður 100 bætt við.

Skipulagsyfirvöld eiga eftir að samþykkja endanlegt útlit hótelsins og fjölbýlishúsa sem byggð verða á sömu lóð. Þar verða um 100 íbúðir fyrir almennan markað og verður grafinn bílakjallari sem verður aðgengilegur bæði íbúum húsanna og gestum hótelsins. 2