Jólabörn Aldrei þessu vant koma Borgardætur nú fram að sumri.
Jólabörn Aldrei þessu vant koma Borgardætur nú fram að sumri. — Morgunblaðið/ Kristinn.
Tríó Borgardætra hefur glatt landann frá því sumarið 1993 og fögnuðu þær því tvítugsafmæli í fyrra. Líkt og flestir sem rétt eru komnir á þrítugsaldur eru þær sísprækar og verða á Café Rosenberg við Klapparstíg í Reykjavík í kvöld frá kl.

Tríó Borgardætra hefur glatt landann frá því sumarið 1993 og fögnuðu þær því tvítugsafmæli í fyrra. Líkt og flestir sem rétt eru komnir á þrítugsaldur eru þær sísprækar og verða á Café Rosenberg við Klapparstíg í Reykjavík í kvöld frá kl. 10 og fram á miðnætti. Einnig verða tónleikar á laugardagskvöld. Á efnisskránni er úrval laga Borgardætra sem ekki bera keim af jólum en um undirleik sjá Eyþór Gunnarsson og Þórður Högnason. Í Borgardætrum eru tónlistarkonurnar Andrea Gylfadóttir, Ellen Kristjánsdóttir og Berglind Björk Jónasdóttir. Þær hafa gefið út þrjár plötur, Svo sannarlega árið 1993, Bitte nú árið 1995 og Jólaplötuna árið 2000. Raddir þeirra þykja hljóma fallega saman og því vert fyrir aðdáendur þeirra að athuga viðburðina nánar. gith@mbl.is