Hræðileg aðkoma Sjónarvottar sögðu vélinni hafa rignt niður í pörtum og að líkamsleifar hefðu legið á víð og dreif innan um brakið.
Hræðileg aðkoma Sjónarvottar sögðu vélinni hafa rignt niður í pörtum og að líkamsleifar hefðu legið á víð og dreif innan um brakið. — AFP
Talið er að 280 farþegar og 15 manna áhöfn hafi látið lífið þegar Boeing 777-200 vél Malaysia Airlines hrapaði í austurhluta Úkraínu í gær.

Talið er að 280 farþegar og 15 manna áhöfn hafi látið lífið þegar Boeing 777-200 vél Malaysia Airlines hrapaði í austurhluta Úkraínu í gær. CNN hafði eftir háttsettum bandarískum embættismanni í gærkvöldi að vélin hefði verið skotin niður en eitt ratsjárkerfi hefði merkt þegar kveikt hefði verið á eldflaugakerfi á jörðu niðri, skömmu áður en vélin fórst, og annað kerfi hefði numið hitamerki þegar eldflaug lenti á vélinni. Hann sagði að unnið væri að því að greina feril flaugarinnar til að rekja uppruna hennar.

Vélin hrapaði í Donetsk-héraði, þar sem bardagar hafa geisað milli úkraínska hersins og aðskilnaðarsinna. Báðir aðilar kenna hinum um harmleikinn en úkraínsk stjórnvöld hafa sakað uppreisnarmenn um að hafa skotið niður a.m.k. tvær herflugvélar sl. daga.

Flugvélin sem fórst í gær er af sömu gerð og önnur vél Malaysia Airlines sem hvarf 8. mars sl. á leið frá Kuala Lumpur til Peking. 239 farþegar voru um borð í flugi MH370 þegar vélin hvarf en hvorki tangur né tetur hefur fundist af vélinni, þrátt fyrir gríðarlega umfangsmikla alþjóðlega leit. 17