Vinirnir Eyþór Ingi Jónsson og Óskar Pétursson efna til tónleika um verslunarmannahelgina en um er að ræða viðburðinn Óskalagatónleikar í Akureyrarkirkju.
Vinirnir Eyþór Ingi Jónsson og Óskar Pétursson efna til tónleika um verslunarmannahelgina en um er að ræða viðburðinn Óskalagatónleikar í Akureyrarkirkju. Þeir félagar segjast ekki lofa neinni kyrrð en segjast þó munu standa fyrir léttu andrúmslofti, gríni og fjölbreyttri tónlist. Tónleikarnir ganga þannig fyrir sig að tónleikagestir velja lögin og svo flytja þeir Óskar og Eyþór óskalögin. Tónleikarnir eru á föstudaginn og hefjast klukkan 20 en vinirnir hvetja fólk til að mæta tímanlega.