Það vekur athygli að dótturfélag Skinneyjar-Þinganess keypti á síðasta ári bújarðirnar Flatey og Einholt á Mýrum. Á bænum Flatey er rekið eitt stærsta mjólkurbú landsins með 110 mjólkandi kýr og samtals 310 nautgripi.

Það vekur athygli að dótturfélag Skinneyjar-Þinganess keypti á síðasta ári bújarðirnar Flatey og Einholt á Mýrum. Á bænum Flatey er rekið eitt stærsta mjólkurbú landsins með 110 mjólkandi kýr og samtals 310 nautgripi. Aðalsteinn segir kaupin hafa verið gerð til að styrkja stoðir samfélagsins á svæðinu. Ekki sé um það að ræða að ná fram hagræðingu eða samþætta starfsemina enda gjörólíkar atvinnugreinar; önnur með áherslu á útflutning en hin á innanlandsmarkað.

„Búið var til sölu og ef ekki fyndist kaupandi var útlit fyrir að eigendur búsins myndu leggja reksturinn niður. Störfin á býlinu sjálfu eru ekki mörg en í kringum mjólkurbúið þrífst ýmis þjónusta. Það hefði haft neikvæð áhrif á þetta smáa samfélag og gert atvinnulífið á svæðinu einhæfara ef áhrifa kúabúsins nyti ekki lengur við.“