Þegar Lance Armstrong vann Frakklandsreiðina í fyrsta sinn, árið 1999, var hvorki prófað fyrir sjálfsígjöf blóðs né blóðaukandi lyfinu EPO og íþróttamennirnir voru alltaf skrefinu á undan eftirlitinu með svindlinu.

Þegar Lance Armstrong vann Frakklandsreiðina í fyrsta sinn, árið 1999, var hvorki prófað fyrir sjálfsígjöf blóðs né blóðaukandi lyfinu EPO og íþróttamennirnir voru alltaf skrefinu á undan eftirlitinu með svindlinu. Allt er það gjörbreytt nú og hjólreiðamenn prófaðir árið um kring, bæði í keppni og utan keppni.

„Viss skref hafa verið stigin og miklar framfarir átt sér stað. Ég verð að þakka lyfjaeftirlitsmönnunum því án alls eftirlitsins væri ég ekki hér í dag,“ sagði Nibali sem lagt hefur baráttunni gegn lyfjanotkun í íþróttum lið sitt.

Með sigri hans þykir hafa sannast, að hægt sé að vinna sigur í Tour de France án þess að svindla.