Skemmtun Tónlistarmaðurinn KK kemur fram á hátíðinni.
Skemmtun Tónlistarmaðurinn KK kemur fram á hátíðinni. — Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
Edrúhátíð SÁÁ fer fram á Laugalandi í Holtum og óhætt er að fullyrða að nóg verði í boði fyrir þá sem leggja leið sína þangað. Búið er að raða upp fjölbreyttri dagská en leikhópurinn Lotta mun m.a. mæta á svæðið og sýna glænýtt leikrit, Hróa Hött.

Edrúhátíð SÁÁ fer fram á Laugalandi í Holtum og óhætt er að fullyrða að nóg verði í boði fyrir þá sem leggja leið sína þangað. Búið er að raða upp fjölbreyttri dagská en leikhópurinn Lotta mun m.a. mæta á svæðið og sýna glænýtt leikrit, Hróa Hött. Sniglabandið heldur barnaball og Íþróttaálfurinn kemur í heimsókn. Þá verður haldið fótboltamót, fjölskyldubrennó, íþróttamót, aflraunakeppni og söngkeppni barna.

„Hátíðin hefur vaxað og dafnað undanfarin ár en við settum aðsóknarmet í fyrra. Við bjóðum alla velkomna sem vilja koma og skemmta sér með okkur. Það er alltaf voða lítið um vesen hjá okkur en við erum svo heppin með það að allir eru kátir allan tímann,“ segir Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Edrúhátíðar SÁÁ.

Hátíðin er ekki aðeins fyrir alkóhólista og aðstandendur þeirra. Hún er líka hátíð allra sem vilja upplifa stemningu og stuð án vímuefna. Þekktir tónlistarmenn munu sjá til þess að engum leiðist en þar má nefna hljómsveitirnar Dimmu, Sniglabandið, KK og Magga Eiríks, Mammút, Sísý Ey systur og marga fleiri. Grínistinn Þorsteinn Guðmundsson stjórnar fjölskyldubingói og kveiktur verður varðeldur.

Einnig verður lögð áhersla á að rækta líkama og sál. Boðið verður upp á jóga, hugleiðslu, 12 spora fundi, nudd og margt fleira sem stuðlar að almennu heilbrigði. pfe@mbl.is