— Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Árlegt kapphlaup Vestmannaeyinga í Herjólfsdal um að finna sér stæði fyrir hvítu þjóðhátíðartjöldin fór fram í gær. Eins og sjá má var ekkert gefið eftir og margir áfjáðir í að finna sér góðan stað.

Árlegt kapphlaup Vestmannaeyinga í Herjólfsdal um að finna sér stæði fyrir hvítu þjóðhátíðartjöldin fór fram í gær. Eins og sjá má var ekkert gefið eftir og margir áfjáðir í að finna sér góðan stað. Eftir niðurtalningu fengu starfsmenn og sjálfboðaliðar Þjóðhátíðarinnar tveggja mínútna forskot áður en allir hinir ruku af stað. Þær veðurfregnir bárust í gær að heldur minni úrkomu væri spáð í Eyjum um verslunarmannahelgina en útlit var fyrir fyrri hluta vikunnar. Þá er spáð lygnu veðri framan af helginni en svo gæti farið að blása á sunnudag. 26-30, 35