Minning Við athöfn þegar Elsa Hrafnhildur Yeoman borgarfulltrúi lagði blóm á leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og fjallaði um starf hennar.
Minning Við athöfn þegar Elsa Hrafnhildur Yeoman borgarfulltrúi lagði blóm á leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og fjallaði um starf hennar. — Morgunblaðið/Ernir
Reykjavíkurborg hefur í samstarfi við Kvennasögusafn Íslands gefið út bækling um söguslóðir kvenna í Kvosinni og nágrenni hennar. Bæklingurinn er upplýsandi um þátt kvenna í mótun borgarinnar. Sjónum er beint að ýmsum húsum og stöðum í borginni sem m.a.

Reykjavíkurborg hefur í samstarfi við Kvennasögusafn Íslands gefið út bækling um söguslóðir kvenna í Kvosinni og nágrenni hennar. Bæklingurinn er upplýsandi um þátt kvenna í mótun borgarinnar. Sjónum er beint að ýmsum húsum og stöðum í borginni sem m.a. tengjast kvennabaráttu, atvinnuþátttöku kvenna, listaverkum eftir konur og baráttu þeirra fyrir þjóðþrifamálum. Í bæklingnum er kort þar sem merktir eru inn á allir staðirnir sem fjallað er um svo einfalt er að rölta með hann í farteskinu og kynna sér hlut kvenna í sögu borgarinnar.

„Það er með sögu kvenna eins og sögu karla, eða sögu heillar þjóðar, að hún verður aldrei sögð til fulls. Hún er í rauninni ekki annað en þær heimildir sem hver kynslóð skilur eftir sig – að því gefnu að næsta kynslóð eyði þeim ekki, sem því miður gerist stundum,“ segir í tilkynningu.

Bæklinginn er hægt að fá í upplýsingaþjónustu Ráðhússins, í Upplýsingaþjónustu ferðamanna, Aðalstræti 2, og víðar eftir atvikum.