Gunnar Ingvi Þórisson
Gunnar Ingvi Þórisson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
365 Þrír starfsmenn 365 hafa verið ráðnir sem framkvæmdastjórar hjá fyrirtækinu. Gunnar Ingvi Þórisson verður framkvæmdastjóri fjarskipta- og tæknisviðs, Jóhanna Margrét Gísladóttir verður framkvæmdastjóri sjónvarpssviðs og Sigrún L.
365 Þrír starfsmenn 365 hafa verið ráðnir sem framkvæmdastjórar hjá fyrirtækinu. Gunnar Ingvi Þórisson verður framkvæmdastjóri fjarskipta- og tæknisviðs, Jóhanna Margrét Gísladóttir verður framkvæmdastjóri sjónvarpssviðs og Sigrún L. Sigurjónsdóttir verður framkvæmdastjóri fjármálasviðs. Öll hafa þau starfað hjá 365 um lengri eða skemmri tíma.

Sigrún L. Sigurjónsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt og útskrifaðist með MBA-próf frá Háskólanum í Reykjavík 2009. Sigrún hefur starfað hjá 365 frá ársbyrjun 2004, byrjaði sem rekstrarstjóri hjá Frétt ehf. og forstöðumaður innheimtusviðs hjá 365 hf. (áður Dagsbrún). Hún var forstöðumaður fjárstýringar og greiðsluþjónustu hjá 365 og svo fjármálastjóri þar til um liðin áramót er hún tók við sölu- og þjónustusviði áskrifta hjá félaginu. Hún mun stýra því jafnhliða fjármálasviðinu enn um sinn.

Gunnar Ingvi Þórisson hefur víðtæka reynslu af rekstri upplýsingatæknikerfa. Hann var einn af aðaleigendum Sensa ehf., sat í stjórn félagsins frá 2002 til 2007 og var starfsmaður hjá Sensa til loka árs 2012. Á þeim tíma vann hann við ráðgjöf og þjónustu fyrir mörg af stærri fyrirtækjum á Íslandi, þar á meðal flest fjarskiptafyrirtæki landsins.

Jóhanna Margrét Gísladóttir útskrifaðist með meistaragráðu í rekstrarverkfræði frá Duke-háskóla í Bandaríkjunum í maí og er einnig með BSc í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Undanfarið hefur Jóhanna gegnt starfi rekstrarstjóra sjónvarpssviðs 365 en hún starfaði áður sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2 og verkefnastjóri í framleiðsludeild.