Neistaflug Hátíðin í Neskaupstað stóð svo sannarlega undir nafni í fyrra þegar eldur lýsti upp hátíðarsvæðið, gestum til mikillar ánægju.
Neistaflug Hátíðin í Neskaupstað stóð svo sannarlega undir nafni í fyrra þegar eldur lýsti upp hátíðarsvæðið, gestum til mikillar ánægju. — Ljósmynd/Af vef hátíðarinnar
Í Neskaupstað verður fjölskylduhátíðin Neistaflug haldin venju samkvæmt og að sögn Þórfríðar Soffíu Þórarinsdóttur, framkvæmdastjóra hátíðarinnar, er búist við álíka aðsókn og undanfarin ár, 2-3 þúsund gestum.

Í Neskaupstað verður fjölskylduhátíðin Neistaflug haldin venju samkvæmt og að sögn Þórfríðar Soffíu Þórarinsdóttur, framkvæmdastjóra hátíðarinnar, er búist við álíka aðsókn og undanfarin ár, 2-3 þúsund gestum.

„Við erum með dagskrá fyrir alla aldurshópa og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin byrjar í kvöld og kostar ekki inn á hátíðina sjálfa,“ segir Þórfríður.

Hún bætir við að borga þurfi sig inn á dansleiki og tónleika sem standa gestum til boða um helgina. Aldurstakmarkið er átján ár á dansleikina en Þórfríður segir að einnig sé boðið upp á ýmiss konar afþreyingu fyrir unglinga, meðal annars dansleik fyrir fjórtán ára og eldri og einnig kvöldvöku í fjörunni, þar sem grillaðir verða sykurpúðar. Á hátíðinni kemur fram fjöldinn allur af þjóðþekktum listamönnum. Meðal þeirra sem fram koma eru Raggi Bjarna, Páll Óskar og Eyþór Ingi. Þá verður margt í boði fyrir hátíðargesti; brunabolti, sundlaugargleði og söngkeppni barna. Þórfríður bendir á heimasíðu hátíðarinnar fyrir frekari upplýsingar. ash@mbl.is