Baldur Arnarson baldura@mbl.is Meðalfermetraverð seldra eigna í Vesturbænum í júní var 18,5% hærra en í júní í fyrrasumar. Hækkunin í 101 Reykjavík var 11,3%. Þetta sýna gögn Þjóðskrár Íslands sem greind voru að beiðni blaðsins.

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Meðalfermetraverð seldra eigna í Vesturbænum í júní var 18,5% hærra en í júní í fyrrasumar. Hækkunin í 101 Reykjavík var 11,3%.

Þetta sýna gögn Þjóðskrár Íslands sem greind voru að beiðni blaðsins.

Hér fyrir ofan er sýnt meðalverð á fermetra samkvæmt þinglýstum kaupsamningum. Mismunandi margar sölur eru á bak við meðaltalið.

Hækkunin í Vesturbænum er um 53.300 krónur á fermetra. Það jafngildir fimm milljóna króna hækkun á 100 fermetra íbúð í júní frá júní 2013.

Sé meðaltal söluverðsins í 101 og 105 Reykjavík á fyrstu sex mánuðum ársins 2013 og 2014 borið saman við hækkunina í júní milli ára kemur í ljós að hún er nánast eins.

Hækkunin í 107 Reykjavík á fyrstu sex mánuðum þessa árs frá sama tímabili í fyrra er 8,9%. Hún er 6,2% í 109 Reykjavík, 6,1% í 111 Reykjavík og 10,2% í 112 Reykjavík.

Íbúðir fyrir 43 milljarða eru í sölu eða á leið í sölu í miðborginni. 16