Veður Von er á lítilsháttar rigningu.
Veður Von er á lítilsháttar rigningu. — Morgunblaðið/ÞÖK
Á morgun er búist við norðaustlægri eða breytilegri átt, 3-8 m/s, og víða bjart með köflum. Von er á dálitlum skúrum, einkum síðdegis, en lítilsháttar rigningu syðst á landinu. Hiti verður á bilinu 8-13 stig.

Á morgun er búist við norðaustlægri eða breytilegri átt, 3-8 m/s, og víða bjart með köflum. Von er á dálitlum skúrum, einkum síðdegis, en lítilsháttar rigningu syðst á landinu. Hiti verður á bilinu 8-13 stig. Á laugardag er spáð austlægri eða breytilegri átt, 3-8 m/s og skýjað með köflum og skúrir. Hiti breytist lítið og verður með svipuðu móti og á föstudeginum. Á sunnudag er spáð suðaustan 8-13 m/s og rigningu suðvestantil á landinu, en annars mun hægari og bjart með köflum. Hiti verður á bilinu 9 til 16 stig. Á mánudag (frídegi verslunarmanna) og þriðjudag er útlit fyrir norðaustlæga átt og rigningu austantil á landinu en annars úrkomulítið. Veðrið fer lítillega hlýnandi.

pfe@mbl.is