LG
LG
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Græjan Slagurinn á milli raftækjaframleiðandanna Samsung og LG heldur áfram. Fyrr á árinu kynntu báðir eigin útfærslu á heimsins stærsta sveigða ofur-háskerpusjónvarpinu og keppast núna við að verða á undan hinum að setja tækið á markað.

Græjan

Slagurinn á milli raftækjaframleiðandanna Samsung og LG heldur áfram. Fyrr á árinu kynntu báðir eigin útfærslu á heimsins stærsta sveigða ofur-háskerpusjónvarpinu og keppast núna við að verða á undan hinum að setja tækið á markað.

Bæði LG og Samsung munu selja 105 tommu ferlíki með svokallaðri 5K-háskerpu sem gengur skrefinu lengra í myndgæðum en 4K-háskerpusjónvörp.

Samsung tilkynnti fyrir viku að byrjað væri að taka við pöntunum og LG opnaði fyrir pantanir strax í kjölfarið.

Þeir sem vilja eignast eitt stykki risasjónvarp – þótt ekki væri nema til að gera nágrannann öfundsjúkan – ættu strax að byrja að spara. Ekki er enn komið verð á tækið frá LG, en risaskjárinn frá Samsung mun kosta 119.999 dali í Bandaríkjunum, eða næstum 14 milljónir króna. Á þá eftir að bæta við þeim gjöldum sem leggjast á í tollinum þegar sjónvarpið er komið til Íslands. ai@mbl.is