Nýtt íshokkífélag mun tefla fram liði á komandi keppnistímabili í íshokkí karla. Liðið heitir Ísknattleiksfélagið Esjan og er undir hatti Ungmennafélags Kjalarness.

Nýtt íshokkífélag mun tefla fram liði á komandi keppnistímabili í íshokkí karla. Liðið heitir Ísknattleiksfélagið Esjan og er undir hatti Ungmennafélags Kjalarness. Ýtarlegt viðtal við eiganda hins nýja félags, Gunnar Viðar Árnason, er að finna í opnu blaðsins.

Þrátt fyrir tilkomu hins nýja félags er ljóst að liðunum í deildinni mun fækka frá því á síðustu leiktíð. SA, SR og Björninn tefldu hvert fram tveimur liðum síðasta vetur og því voru alls sex lið í deildinni. Alþjóða-íshokkísambandið setur sem skilyrði fyrir þátttökurétt á HM að fjögur lið séu í viðkomandi landsdeild og því hefur verið nauðsynlegt að hið minnsta eitt félaganna þriggja tefli fram varaliði.

Á komandi leiktíð er það aðeins Björninn sem hyggst tefla fram tveimur liðum. SA og SR hafa bæði ákveðið að senda aðeins eitt lið til keppni. Ekki er fullvíst að Björninn tefli fram tveimur liðum í vetur og því verða 4 eða 5 lið í deildinni. 2 sindris@mbl.is