Flestir fagfjárfestasjóðir eru fasteignasjóðir á vegum bankanna.
Flestir fagfjárfestasjóðir eru fasteignasjóðir á vegum bankanna. — Morgunblaðið/Ómar
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins segir skuggabanka geta skapað kerfislæga áhættu hér á landi.

Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að skýr merki séu um geirasamþjöppun á sviði skuggabankastarfsemi hér á landi. Það geti leitt til aukinnar kerfislægrar áhættu.

Hann segir að sú þróun sem átt hefur sér stað á undanförnum árum, en mikill vöxtur hefur verið í skuggabankastarfsemi, bæði hér á landi og erlendis, geti haft þann tilgang að komast hjá fjármálaeftirliti. Það skapi ójafnræði á milli þeirra sem eru innan og utan hins formlega bankakerfis og jafnframt „óhefta áhættutöku í hluta fjármálakerfisins“.

Einn viðmælandi ViðskiptaMoggans, sem þekkir vel til innan bankakerfisins, segir að með nýjum og hertum lausafjárreglum á seinustu árum hafi bankaviðskipti færst í meiri mæli yfir í skuggabankakerfið, sem lýtur ekki eins ströngum reglum.