31. júlí 1998 Örn Arnarson vinnur silfurverðlaun í 200 metra baksundi á Evrópumóti unglinga í sundi í Antwerpen í Belgíu. Örn syndir á 2:01,24 mín. og bætir um leið Íslandsmet Eðvarðs Þórs Eðvarðssonar frá 1987 um 3/100 úr sekúndu. 31.

31. júlí 1998

Örn Arnarson vinnur silfurverðlaun í 200 metra baksundi á Evrópumóti unglinga í sundi í Antwerpen í Belgíu. Örn syndir á 2:01,24 mín. og bætir um leið Íslandsmet Eðvarðs Þórs Eðvarðssonar frá 1987 um 3/100 úr sekúndu.

31. júlí 1999

Vala Flosadóttir verður Evrópumeistari kvenna í stangarstökki á EM 22 ára og yngri í Gautaborg. Vala stekkur 4,30 metra eða 5 sentimetrum hærra en Nastja Rychich frá Þýskalandi sem verður önnur.

31. júlí 2004

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta sigrar Lúxemborg, 81:66, í úrslitaleik Evrópumóts smáþjóða. Þetta er í annað sinn sem Ísland vinnur keppnina. Anna María Sveinsdóttir frá Keflavík leikur um leið sinn síðasta landsleik fyrir Ísland.