Icelandair og WOW air hafa ekki í huga að hefja beint millilandaflug frá Akureyri, ekki frekar en Norwegian og EasyJet. Forsvarsmenn ferðaþjónustunnar norðan heiða vilja auka millilandaflug frá Akureyri og hafa átt í viðræðum við erlendu fyrirtækin tvö.

Icelandair og WOW air hafa ekki í huga að hefja beint millilandaflug frá Akureyri, ekki frekar en Norwegian og EasyJet. Forsvarsmenn ferðaþjónustunnar norðan heiða vilja auka millilandaflug frá Akureyri og hafa átt í viðræðum við erlendu fyrirtækin tvö. Þetta kemur fram á vefnum turisti.is.

„Boeing 757 flugvélar Icelandair eru afar stórar fyrir markað eins og Akureyri, nema mögulega í einstaka leiguflug. Áherslan hjá okkur er að ná sem bestum árangri í rekstri leiðakerfisins um Keflavíkurflugvöll,“ er haft eftir Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa Icelandair.