Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.

Andri Steinn Hilmarsson

ash@mbl.is

„Hér hefur alltaf verið mjög falleg stemning fyrir þá sem ekki leggja í æsinginn þessa helgi og vilja vera í bænum og njóta góðrar tónlistar,“ segir Berglind Sunna Stefánsdóttir sem er ein skipuleggjenda Innipúkans sem haldinn er á tveimur skemmtistöðum í miðborg Reykjavíkur. Hún segir að um 30 hljómsveitir spili á hátíðinni. „Þetta er vegleg tónlistarveisla. Það er ágætis dreifing á böndunum og verður eitt kvöld tileinkað hipphopp, annað tileinkað raftónlist og að lokum eitt tileinkað rokki,“ segir Berglind.

Hún segir að takmarkaður fjöldi miða sé í boði þar sem fjöldi gesta sé bundinn við stærð skemmtistaðanna tveggja. Berglind hvetur þá sem ætla sér að sækja hátíðina til að ná sér í miða á hátíðina sem fyrst en einnig er hægt að kaupa miða á stakt kvöld.