Mót Búast má við heilmiklum fjölda af ungu sem eldra fólki á landsmótinu. Keppnisgreinarnar eru alls 17 í ár og hafa aldrei verið fleiri.
Mót Búast má við heilmiklum fjölda af ungu sem eldra fólki á landsmótinu. Keppnisgreinarnar eru alls 17 í ár og hafa aldrei verið fleiri. — Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson
Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Mótið hefst í dag en því lýkur um miðnætti sunnudaginn 3. ágúst. Keppnissvæðin eru flest í hjarta bæjarins og önnur í göngufæri.

Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Mótið hefst í dag en því lýkur um miðnætti sunnudaginn 3. ágúst.

Keppnissvæðin eru flest í hjarta bæjarins og önnur í göngufæri. Tjaldsvæðið er einnig sérstaklega vel staðsett og er örstutt frá aðalkeppnissvæðunum. Á svæði norðan við Sundlaug Sauðárkróks í miðjum bænum, verður sérstakt afþreyingarsvæði sem kallast „Landsmótsþorpið“ en þar verður mikið líf og fjör frá morgni til kvölds.

Keppnisgreinarnar eru alls 17 talsins í ár og hafa aldrei verið fleiri. Keppt verður m.a. í bogfimi, frjálsíþróttum, glímu, golfi, hestaíþróttum, knattspyrnu, körfubolta og motocross. „Við eigum von á heilmiklum fjölda en í gegnum tíðina hafa um tíu þúsund manns látið sjá sig á mótinu. Ég á von á því að það verði mjög góð stemning hérna hjá okkur, en Auðunn Blöndal, Þórunn Antonía, Sverrir Bergmann, Jón Jónsson og margir fleiri munu sjá um að skemmta fólkinu,“ segir Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri mótsins. pfe@mbl.is