Bæjarstjórn Vestmannaeyja vekur í ályktun athygli á því að álag er mikið á ferjuna og fullbókað í ferðir flesta daga. Bæjarstjórnin leggur þunga áherslu á að tafarlaust verði bætt við ferðum í áætlun Herjólfs, bæði í sumar- og vetraráætlun.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja vekur í ályktun athygli á því að álag er mikið á ferjuna og fullbókað í ferðir flesta daga. Bæjarstjórnin leggur þunga áherslu á að tafarlaust verði bætt við ferðum í áætlun Herjólfs, bæði í sumar- og vetraráætlun.

Þá hvetur bæjarstjórn samgönguyfirvöld til að skoða af fullri alvöru þann möguleika að nýta Baldur og farþegaferjuna Víking til siglinga í Landeyjahöfn samhliða siglingum Herjólfs í Þorlákshöfn. Samfélagið í Eyjum þoli illa þá röskun sem verður þegar Landeyjahöfn lokast.