Haf Vesturhöfnin setur svip á bæinn.
Haf Vesturhöfnin setur svip á bæinn. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Í kvöld, fimmtudagskvöldið 31. júlí, býður Borgarsögusafn Reykjavíkur upp á kvöldgöngu með Helga M. Sigurðssyni sagnfræðingi. Gengið verður um vesturhöfnina í Reykjavík og saga hennar rakin. Gangan hefst kl.
Í kvöld, fimmtudagskvöldið 31. júlí, býður Borgarsögusafn Reykjavíkur upp á kvöldgöngu með Helga M. Sigurðssyni sagnfræðingi. Gengið verður um vesturhöfnina í Reykjavík og saga hennar rakin. Gangan hefst kl. 20 við Sjóminjasafnið við Grandagarð, þar sem varðskipið Óðinn er einn safngripanna. Þaðan verður farið um verbúðabryggjurnar að Þúfunni og Norðurgarði, þar sem er fiskiðjuver HB-Granda. Gangan er liður í kvöldgöngum menningarstofnana borgarinnar um markverða staði hér og þar í bænum. Tekur ganga þessi um hálfa aðra klukkstund.