Hlýjar móttökur Herbert Benjamínsson og Guðný Jónsdóttir Zoéga tóku á móti Jóhanni Erni og Herbert Scheving, en Guðný er amma þeirra.
Hlýjar móttökur Herbert Benjamínsson og Guðný Jónsdóttir Zoéga tóku á móti Jóhanni Erni og Herbert Scheving, en Guðný er amma þeirra. — Ljósmynd/Anna Móberg
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Frá Önnu Móberg Herbertsdóttur Zoéga: "Seglskútan Freyja með þriggja manna áhöfn kom að landi í Neskaupstað 25. júlí sl. Í áhöfninni eru bræðurnir Herbert Scheving, Jóhann Örn Scheving og Stefan Strandheim. Höfðu þeir siglt af stað 1."

Seglskútan Freyja með þriggja manna áhöfn kom að landi í Neskaupstað 25. júlí sl. Í áhöfninni eru bræðurnir Herbert Scheving, Jóhann Örn Scheving og Stefan Strandheim. Höfðu þeir siglt af stað 1. júní frá Holmestrand í Noregi með viðkomu á Hjaltlandseyjum og Færeyjum.

Skútan er byggð árið 1976. Þeir félagar keyptu hana fyrir einu ári og hafa unnið við að gera hana upp fyrir siglingu um heiminn.

Spurðir um framhald ferðarinnar sögðu þeir að skútan þyrfti að komast í viðgerð vegna leka og haldið yrði áfram næsta sumar til Grænlands.

ANNA MÓBERG

HERBERTSDÓTTIR ZOÉGA,

10 ára grunnskólanemi,

Neskaupstað.

Frá Önnu Móberg Herbertsdóttur Zoéga

Höf.: Önnu Móberg Herbertsdóttur Zoéga