Björn Bjarnason
Björn Bjarnason
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Björn Bjarnason víkur orðum að blaðamennsku DV og segir: „Eftir að hafa fylgst með Reyni Traustasyni, ritstjóra DV, árum saman sem blaðamanni og grandskoðað aðferðir hans á Baugsmiðlunum í þjónustu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar er auðvelt að greina...

Björn Bjarnason víkur orðum að blaðamennsku DV og segir: „Eftir að hafa fylgst með Reyni Traustasyni, ritstjóra DV, árum saman sem blaðamanni og grandskoðað aðferðir hans á Baugsmiðlunum í þjónustu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar er auðvelt að greina gamalkunna takta í skrifum Reynis og blaðamanna hans í „lekamálinu“ svonefnda sem þeir hafa haldið vakandi mánuðum saman.

Þeir félagar fullyrða að Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hætti störfum vegna undirliggjandi hótana og ítrekaðra afskipta Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra af störfum lögreglunnar.

Þegar í ljós kemur að þessari fullyrðingu er hafnað segir Reynir Traustason við Eyjuna:

„Það er engu haggað. Það er bara orðaleikur hvort Stefán hafi hætt beinlínis út af þessu eða hvort annað hafi vegið þyngra. Það skiptir ekki máli í þessu samhengi.“

Þetta segir ritstjóri blaðsins sem snýr út úr orðum fólks til að sanna gælumál sín eða les á milli línanna til að fá efni í fréttir. Hann lærði einnig af Jóni Ásgeiri að hóta þeim málsókn sem hann vill að þegi.“

Þegar horft er til sögunnar í skrifum DV og Reynis Traustasonar um þetta mál og önnur, auk tilvitnaðra orða Reynis sjálfs hér að ofan, er undarlegt að menn tali um það sem fram kemur í DV sem „upplýsingar“ og að þeir telji að grípa þurfi til sérstakra aðgerða af hálfu opinberra aðila vegna þess sem fullyrt er í því blaði.