Vinkonur Telma (t.v.) er hér á myndinni ásamt vinkonum sínum, Sunnu og Þórdísi. Hún ætlar að eyða deginum í góðra vina hópi.
Vinkonur Telma (t.v.) er hér á myndinni ásamt vinkonum sínum, Sunnu og Þórdísi. Hún ætlar að eyða deginum í góðra vina hópi. — Ljósmynd/Telma Ólafsdóttir
Telma Ólafsdóttir fótboltakona fagnar 21 árs afmæli í dag. Telma er búsett í Svíþjóð þar sem hún spilar fótbolta með Ålta IF í efstu deildinni eða elítettunni eins og það kallast.

Telma Ólafsdóttir fótboltakona fagnar 21 árs afmæli í dag. Telma er búsett í Svíþjóð þar sem hún spilar fótbolta með Ålta IF í efstu deildinni eða elítettunni eins og það kallast. „Ég er bara að spila fótbolta og njóta lífsins hérna úti,“ segir hún.

Telma útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands í maí 2013, en hún hafði meðfram því lengi spilað fótbolta með uppeldisfélagi sínu, Val. Hún spilaði með meistaraflokki liðsins frá árinu 2010, en fékk svo óvænt tilboð um að flytja til Svíþjóðar og spila með Ålta IF fyrr á þessu ári. Telma tók tilboðinu fagnandi og flutti út í febrúar. „Ég hef því búið hérna í næstum sex mánuði og er bara alsæl,“ segir hún.

Aðspurð um afmælisplön segist Telma ekki ætla að láta sér leiðast. „Það er spáð 23 gráðum og heiðskírum himni svo ég mun líklega eyða deginum í góðum félagsskap á ströndinni hérna í Svíþjóð. Svo fer ég á fótboltaæfingu í kvöld og örugglega út að borða í Stokkhólmi eftir hana.“

Telma er ekki aðeins fær í fótboltanum heldur hefur hín mikinn áhuga á snyrtifræði og hyggst leggja hana fyrir sig í haust. „Ég er að byrja í make-up-skóla núna í ágúst sem heitir Face Stockholm og ég verð í honum fram í desember,“ segir hún. Stefnuna segir hún svo setta á hönnunarnám í janúar og það er greinilegt að þessari ungu snót er margt til lista lagt. if@mbl.is