Annie Mist fagnað - CrossFit Fjölmenni fagnaði Annie Mist eftir frækilegan sigur á heimsmeistaramótinu - Fjölmenni fagnaði Annie Mist Þórisdóttur, heimsmeistara í crossfit, við móttöku henni til heiðurs í höfuðstöðvum BootCamp í Reykjavík í gær. Róbert Traustason, rekstrarstjóri og þjálfari BootCamp, segir í myndskeiði á mbl.is að ekki sé nóg með að Annie sé hraustasta kona heims, heldur einnig jarðbundin og frábær fyrirmynd. Við móttökuna þakkaði Annie Mist stuðninginn sem hún fékk frá Íslandi, sagði að það hefði skipt miklu máli að vita af öllu fólkinu á Íslandi á bak við sig.
Annie Mist fagnað - CrossFit Fjölmenni fagnaði Annie Mist eftir frækilegan sigur á heimsmeistaramótinu - Fjölmenni fagnaði Annie Mist Þórisdóttur, heimsmeistara í crossfit, við móttöku henni til heiðurs í höfuðstöðvum BootCamp í Reykjavík í gær. Róbert Traustason, rekstrarstjóri og þjálfari BootCamp, segir í myndskeiði á mbl.is að ekki sé nóg með að Annie sé hraustasta kona heims, heldur einnig jarðbundin og frábær fyrirmynd. Við móttökuna þakkaði Annie Mist stuðninginn sem hún fékk frá Íslandi, sagði að það hefði skipt miklu máli að vita af öllu fólkinu á Íslandi á bak við sig. — Morgunblaðið/Eggert
31. júlí 1955 „Úrkoma í Reykjavík alla daga júlímánaðar,“ sagði í frétt Morgunblaðsins af rigningarsumrinu mikla en árin á undan höfðu að meðaltali verið þrettán rigningardagar í júlí. Aldrei höfðu mælst færri sólskinsstundir í mánuðinum....

31. júlí 1955

„Úrkoma í Reykjavík alla daga júlímánaðar,“ sagði í frétt Morgunblaðsins af rigningarsumrinu mikla en árin á undan höfðu að meðaltali verið þrettán rigningardagar í júlí. Aldrei höfðu mælst færri sólskinsstundir í mánuðinum.

31. júlí 1999

Tónlistarmaðurinn Mick Jagger birtist óvænt á Ísafirði, ferðaðist á snekkju um Hornstrandir og fór víðar. „Af öllu ótrúlegu þá hefði mér fundist það ótrúlegast að eiga eftir að hitta Mick Jagger á götuhorni á Ísafirði,“ sagði Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður og aðdáandi Rolling Stones í 36 ár í viðtali við Morgunblaðið.

31. júlí 2008

Kristinn Gunnarsson apótekari varð skattakóngur þegar álagningarskrár voru birtar, átti að greiða rúmar 450 milljónir króna í opinber gjöld. Þetta var talið Íslandsmet.

31. júlí 2009

Handrit Árna Magnússonar voru skráð á heimslista UNESCO yfir merkustu menningarminjar heims. Þau eru um þrjú þúsund og flest frá miðöldum.

31. júlí 2011

Annie Mist Þórisdóttir sigraði á heimsleikum í „crossfit“ í Los Angeles. „Hraustasta kona í heimi,“ sagði DV. Hún vann aftur ári síðar.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson