Jafnt Guðmundur Magnússon , HK-ingur skallar boltann í gær í jafntefli HK og KA inni í Kórnum í gær. Guðmundur skoraði sitt fyrsta mark fyrir HK í gær.
Jafnt Guðmundur Magnússon , HK-ingur skallar boltann í gær í jafntefli HK og KA inni í Kórnum í gær. Guðmundur skoraði sitt fyrsta mark fyrir HK í gær. — Morgunblaðið/Styrmir Kári
HK og KA skildu jöfn, 1:1, í miklum baráttuleik í efri hluta deildarinnar í gærkvöldi. Fyrir umferðina voru HK-ingar í 5. sæti með 21 stig og KA með stigi minna í 6. sætinu.

HK og KA skildu jöfn, 1:1, í miklum baráttuleik í efri hluta deildarinnar í gærkvöldi. Fyrir umferðina voru HK-ingar í 5. sæti með 21 stig og KA með stigi minna í 6. sætinu. Einungis þrjú stig voru í annað sæti deildarinnar og því ljóst að mikið var undir inni í Kórnum í gær.

Fyrsta mark leiksins skoraði Guðmundur Magnússon fyrir HK með sínu fyrsta marki í sumar. Norðanmenn jöfnuðu hins vegar skömmu fyrir leikslok þegar Gunnar Örvar Stefánsson komst einn í gegnum vörn HK og skoraði af yfirvegun.

Grindvíkingar sigruðu BÍ/Bolungarvík örugglega í botnbaráttuslag í Grindavík, 3:0. Öll mörk þeirra komu í fjörugum síðari hálfleik en mörkin skoruðu Alex Freyr Hilmarsson, Óli Baldur Bjarnason og Hákon Ívar Ólafsson. Það munaði aðeins einu stigi á liðunum fyrir leikinn, Grindvíkingar sátu í fallsæti, með 13 stig en komu sér úr því í gær. Djúpmenn sitja hins vegar í fallsæti eftir tapið. Um aðra leiki gærkvöldsins má lesa á mbl.is. peturhreins@mbl.is