Þakkir fyrir grein Velvakanda 30. júlí Ég vildi taka undir grein í Velvakanda Morgunblaðsins í gær, 30. júlí, um Hofsvallagötu í Reykjavík. Ég fer reglulega þarna um og sé vegfarendur iðulega í vandræðum þarna, bæði hjólandi og akandi.

Þakkir fyrir grein Velvakanda 30. júlí

Ég vildi taka undir grein í Velvakanda Morgunblaðsins í gær, 30. júlí, um Hofsvallagötu í Reykjavík.

Ég fer reglulega þarna um og sé vegfarendur iðulega í vandræðum þarna, bæði hjólandi og akandi. Fólk er að snarhemla eða jafnvel aka utan í og detta á hjólum.

Einkum eiga rútur og strætisvagnar í erfiðleikum þegar færðin er þung á veturna. Þetta eru orð í tíma töluð.

Einnig vil ég minnast á gangbraut við Þjóðminjasafnið sem færð var vestar fyrir nokkru. Þarna myndast umferðarþröng í hringtorginu á álagstímum og skapar hættu.

Gott væri að allar endurbætur í gatnakerfinu myndu leiða til góðs fyrir vegfarendur.

Vesturbæingur.