Svo virðist sem veðurfarið hafi haft áhrif á væntingar landsmanna.
Svo virðist sem veðurfarið hafi haft áhrif á væntingar landsmanna. — Morgunblaðið/Eggert
Væntingavísitala Væntingavísitala Gallup lækkaði um sautján stig í júlímánuði og mælist nú 85,2 stig.

Væntingavísitala

Væntingavísitala Gallup lækkaði um sautján stig í júlímánuði og mælist nú 85,2 stig. Hún er þar með nokkuð undir þeim hundrað stigum sem marka jafnvægi milli bjartsýni og svartsýni neytenda á stöðu og horfur í efnahags- og atvinnumálum, eftir því sem fram kemur í umfjöllun greiningardeildar Íslandsbanka um málið.

Í júní síðastliðnum fór væntingavísitalan upp í 101,8 stig, sem er hæsta gildi frá hruni, en fram að því hafði hún að meðaltali mælst 85 stig á árinu. Allar undirvísitölur vísitölunnar lækkuðu í júlí, hvort sem litið er til væntinga um efnahagslífið eða atvinnuástandsins almennt.

Erfitt er að útskýra þessa niðursveiflu, að mati greiningardeildarinnar, þar sem horfurnar í efnahagslífinu, samkvæmt ýmsum mælikvörðum, eru nokkuð góðar.

Það er þó mat hennar að nærtækasta skýringin sé veðurfarið á suðvesturhorni landsins.