Aðstandendur Fitle telja sig munu umbylta sölu fatnaðar á netinu.
Aðstandendur Fitle telja sig munu umbylta sölu fatnaðar á netinu.
Lífsstíll Sumum þykir fátt leiðinlegra en að þræða fataverslanir.

Lífsstíll

Sumum þykir fátt leiðinlegra en að þræða fataverslanir. Hvílík mæða; að gramsa í gegnum fataslárnar, bíða eftir að komast að í búningsklefanum, afklæðast, máta og endurtaka, allt til þess eins að finna skyrtu sem fer vel eða buxur sem hampa bestu eiginleikum sitjandans.

Verst að maður verður helst alltaf að máta fötin áður en þau eru keypt til að ganga úr skugga um að þau séu meira fegrandi en hitt.

En tæknifyrirtækið Fitle ætlar að breyta þessu og leitar að bakhjörlum á Kickstarter.

Fitle hefur þróað hugvitssamlega lausn fyrir snjallsíma, þar sem aðeins þarf að taka nokrar myndir af notandanum og slá inn hæð hans. Út frá þessum gögnum býr forritið, að sögn, til mjög nákvæma „gínu“ með bæði líkamslögun og útliti notandans.

Fitle gerir síðan það sama við fatnaðinn frá ýmsum seljendum svo hægt er að máta fötin á gínunni, á skjá snjallsímans eða tölvunnar. Vistar forritið líka innkaupasöguna svo má láta gínuna máta áhugaverða nýja blússu við buxur sem keyptar voru fyrir ári. Er þannig hægt að gæta þess að allt sem lendir í fataskápnum passi saman. ai@mbl.is