Trúarbrögð Um 500 milljónir jarðarbúa aðhyllast búddisma. Hér eru nokkrir búddistar á ferðalagi um Ísland. Myndin er tekin við Gullfoss.
Trúarbrögð Um 500 milljónir jarðarbúa aðhyllast búddisma. Hér eru nokkrir búddistar á ferðalagi um Ísland. Myndin er tekin við Gullfoss. — Morgunblaðið/RAX
Til er aragrúi trúarbragða en flestir eru kristnir, að því er fram kemur á hinni ágætu síðu www.attavitinn.is. Á síðunni er fjölmargt fróðlegt að finna um ýmis málefni.

Til er aragrúi trúarbragða en flestir eru kristnir, að því er fram kemur á hinni ágætu síðu www.attavitinn.is. Á síðunni er fjölmargt fróðlegt að finna um ýmis málefni. Síðan var opnuð árið 2012 og er hugsuð sem eins konar upplýsingagátt fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára. Áttavitinn er verkefni sem rekið er af Hinu húsinu í Reykjavík.

Sé leitað á síðunni undir „samfélag“ má lesa einfaldar og hnitmiðaðar greinar um helstu trúarbrögð heims, hve margir aðhyllast þau fjölmennustu og hvert inntak þeirra er. Auk þess er á síðunni ágætt kort af heiminum þar sem löndin eru lituð eftir því hvaða trúarbrögð eru þar ríkjandi. Hvað er íslam? Hvað er bahá'í-trú og hvað er gyðingdómur?

Svör við þessu og fjölmörgu öðru er að finna á vef Áttavitans, www.attavitinn.is.