Að sögn Jóhannesar B. Sigtryggssonar hjá Árnastofnun kemur orðið flygildi fyrir sem óhátíðlegt orð yfir flugvélar allt frá fyrri hluta tuttugustu aldar. Í 2.

Að sögn Jóhannesar B. Sigtryggssonar hjá Árnastofnun kemur orðið flygildi fyrir sem óhátíðlegt orð yfir flugvélar allt frá fyrri hluta tuttugustu aldar.

Í 2. útgáfu Íslenskrar orðabókar 1983 er það sagt merkja „e-ð fljúgandi, flugtæki gert af mannahöndum“. Flygildi í þrengri merkingu, sem þýðing á enska orðinu drone , virðist vera nýtilkomið og bregður því ekki fyrir sem þýðingu á drone í nýlegum orðabókum.

Ýmis orð hafa verið notuð yfir enska orðið drone á síðustu árum, Ómar Ragnarsson hefur til að mynda lagt til að notað verði orðið fjarfluga. Þá hefur brugðið fyrir orðunum vélfluga, vélfugl og vélfygli.

Síðastnefnda orðið þykir betra, þar sem viðskeytið -i táknar oft að eitthvað hafi eiginleika þess sem nefnt er, en sé þó ekki alveg það, sbr. orðin illmenni og úthýsi.