Leikið í rigningu.
Leikið í rigningu. — Morgunblaðið/Styrmir Kári
Bráðabirgðatölur sýna að úrkoman í nýliðnum júlímánuði í Reykjavík hafi verið 89,3 millimetrar. Það er það mesta í þessum mánuði í 30 ár eða síðan 1984. Þá mældist úrkoman 113,3 millimetrar, samkvæmt upplýsingum Trausta Jónssonar veðurfræðings.

Bráðabirgðatölur sýna að úrkoman í nýliðnum júlímánuði í Reykjavík hafi verið 89,3 millimetrar. Það er það mesta í þessum mánuði í 30 ár eða síðan 1984. Þá mældist úrkoman 113,3 millimetrar, samkvæmt upplýsingum Trausta Jónssonar veðurfræðings.

Meðalhitinn í júlí er nálægt 11,7 gráðum sem er um 1,1 stigi ofan meðaltals áranna 1961 til 1990 en 0,3 gráðum undir meðallagi síðustu tíu júlímánaða.

Sólin skein mestallan daginn í gær og það fjölgar því sólskinsstundunum í Reykjavík. Trausti áætlar að þær verði rétt ofan við 110 – en samt væntanlega þær fæstu síðan í júlí 1989. Hlýrra varð fyrir norðan og gæti júlí orðið einn af 10 hlýjustu júlímánuðum sem vitað er um á Akureyri. Þar var úrkoman óvenjumikil, trúlega sú mesta í júlí síðan 1943.

sisi@mbl.is