Tollverðir lögðu hald á 132 karton af sígarettum í tveimur erlendum skipum fyrr í mánuðinum. Var varningurinn falinn í skipunum og ætlaður til sölu hér á landi, segir í frétt frá Tollstjóra.

Tollverðir lögðu hald á 132 karton af sígarettum í tveimur erlendum skipum fyrr í mánuðinum. Var varningurinn falinn í skipunum og ætlaður til sölu hér á landi, segir í frétt frá Tollstjóra. Um var að ræða fiskiskipið NIDA frá Litháen þar sem lagt var hald á 114 karton af sígarettum og flutningaskipið Horst B frá St. Johns en í því fundust 18 karton af sígarettum.

Sekt hefur verið greidd fyrir brotin.