Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Forysta VG þakkar fyrir sig á sinn hátt eftir að tilkynnt var um skipan félaga þeirra sem sendiherra.

Forysta VG þakkar fyrir sig á sinn hátt eftir að tilkynnt var um skipan félaga þeirra sem sendiherra. Björn Valur Gíslason, varaformaður VG, gagnrýnir skipan þingmanns VG og fyrrverandi forsætisráðherra í stöðu sendiherra og segist leiður yfir því þingmaður VG „skuli vera viðriðinn þetta“.

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, gagnrýnir ekki skipan þingmanns flokksins, en finnur þess í stað að því að fyrrverandi forsætisráðherra skuli skipaður sendiherra.

Og hver skyldu rökin vera? Jú, þau að hinn skipaði, Geir H. Haarde, eigi í málaferlum við ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum. „Þannig að það er auðvitað sérstök staða að vera fulltrúi þessara sömu stjórnvalda um leið og maður á í málaferlum við þau. Og það er auðvitað eitthvað sem allir sjá,“ segir Katrín.

Erfitt er að sjá hvernig það að reyna að lagfæra ranglæti fyrrverandi stjórnvalda dregur úr getunni til að vera fulltrúi Íslands erlendis.

Á hinn bóginn vekja orð Katrínar spurningar um hvers vegna hún hefur ekki enn – og ekki þegar hún sat í ríkisstjórn – fundið að því að seðlabankastjóri höfði mál gegn eigin seðlabanka og sitji samt sem fastast.

Eða var Katrín ef til vill loks að senda – dulin að vísu – skilaboð um það mál?