Landsliðsmaður Helgi Ólafsson teflir að nýju á ólympíumóti í skák.
Landsliðsmaður Helgi Ólafsson teflir að nýju á ólympíumóti í skák. — Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
Ólympíuskákmótið hefst á morgun í Tromsö í Noregi. Þetta er 41. ólympíuskákmótið en það fyrsta sem haldið er fyrir norðan heimskautsbaug. Ísland sendir lið til keppni bæði í opnum flokki og kvennaflokki.

Ólympíuskákmótið hefst á morgun í Tromsö í Noregi. Þetta er 41. ólympíuskákmótið en það fyrsta sem haldið er fyrir norðan heimskautsbaug.

Ísland sendir lið til keppni bæði í opnum flokki og kvennaflokki. Í opna flokknum tefla fjórir stórmeistarar fyrir Íslands hönd, þeir Hannes Hlífar Stefánsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Þröstur Þórhallsson og Helgi Ólafsson sem teflir á sínu fyrsta ólympíuskákmóti í átta ár. Auk þeirra er Guðmundur Kjartansson, núverandi Íslandsmeistari, í liðinu. Liðsstjóri er Jón L. Árnason, sem einnig er stórmeistari.

Í kvennaliðinu tefla Lenka Ptácníková, stórmeistari kvenna, Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Tinna Kristín Finnbogadóttir og Elsa María Kristínardóttir. Liðsstjóri er Ingvar Þór Jóhannesson.

Fararstjóri hópsins er Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands. Hann verður einnig fulltrúi Íslands á fundi Alþjóðaskáksambandsins, FIDE. Þar fer fram forsetakjör og berjast Garrí Kasparov og Kirsan Ilyumzhinov, núverandi forseti FIDE, um embættið. Ísland hefur lýst yfir stuðningi við Kasparov.

Alls taka um 180 þjóðir þátt í opnum flokki og um 140 í kvennaflokki.