Aflaverðmæti íslenskra skipa var ríflega 15% lægra í apríl á þessu ári en á sama tíma fyrir ári. Skýrist sú lækkun einkum af minni botnfiskveiðum auk þess sem minna veiddist af skelfiski en í sama mánuði árið 2013.

Aflaverðmæti íslenskra skipa var ríflega 15% lægra í apríl á þessu ári en á sama tíma fyrir ári. Skýrist sú lækkun einkum af minni botnfiskveiðum auk þess sem minna veiddist af skelfiski en í sama mánuði árið 2013.

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands.

Yfir tólf mánaða tímabil frá maí 2013 til apríl 2014 dróst aflaverðmæti íslenskra skipa saman um 12,4% miðað við sama tímabil árið áður. Verðmæti botnfiskafla minnkaði um 2,7% milli ára.