Stór Bronsmynd eftir Damien Hirst sem sýnir ólétta konu rísa yfir höfn Ilfracombe.
Stór Bronsmynd eftir Damien Hirst sem sýnir ólétta konu rísa yfir höfn Ilfracombe.
Breski myndlistarmaðurinn Damien Hirst, sem hefur efnast meira af sölu listaverka sinna en nokkur annar listamaður í sögunni, hefur fengið samþykktar metnaðarfullar áætlanir um byggingu heils íbúðahverfis í Bretlandi.
Breski myndlistarmaðurinn Damien Hirst, sem hefur efnast meira af sölu listaverka sinna en nokkur annar listamaður í sögunni, hefur fengið samþykktar metnaðarfullar áætlanir um byggingu heils íbúðahverfis í Bretlandi. Hverfið sem Hirst fjármagnar frá grunni mun kallast Southern Extension og er við borgina Ilfracombe í Norður-Devon. Þar munu rísa 750 heimili, skóli, leiksvæði, verslanir, skrifstofur og heilsugæslustöð. Risastór bronsmynd eftir Hirst, „Verity“, rís þegar yfir höfninni og sýnist sitt hverjum um ágæti hennar. Eins greinir nágranna á um hinn væntanlega bæ Hirst, og vilja margir meina að umferðarþunginn verði of mikill fyrir svæðið.