Virtur Samuel Beckett beitti sér víðar en í baráttunni við orðin.
Virtur Samuel Beckett beitti sér víðar en í baráttunni við orðin.
Höfundur ævisögu írska Nóbelsverðlaunahöfundarins Samuel Beckett (1906-1989), James Knowlson, segir í grein í The Independent Beckett hafa verið afar virkan í andspyrnuhreyfingunni í París í seinni heimsstyrjöldinni og hafi litlu mátt muna að þýska...

Höfundur ævisögu írska Nóbelsverðlaunahöfundarins Samuel Beckett (1906-1989), James Knowlson, segir í grein í The Independent Beckett hafa verið afar virkan í andspyrnuhreyfingunni í París í seinni heimsstyrjöldinni og hafi litlu mátt muna að þýska Gestapó-lögreglan handtæki hann, en þau urðu örlög margra félaga hans sem létust í fangabúðum.

Eftir að hafa séð hvernig Þjóðverjar komu fram við vini hans af gyðingaættum tók Beckett að starfa árið 1941 með hópi Breta í París sem kölluðu sig „Gloria SMH“. „Maður gat einfaldlega ekki staðið aðgerðarlaus hjá með krosslagðar hendur,“ sagði Beckett við Knowlson. Að undanförnu hefur leynd verið létt af ýmsum skjölum sem staðfesta að þáttur leikskáldsins var mun meiri í baráttunni en talið hefur verið.