Veðurspáin er eflaust mörgum hugleikin þessa dagana enda landinn iðinn við að ferðast um verslunarmannahelgi ár hvert. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands má búast við fínu veðri víða um land.

Veðurspáin er eflaust mörgum hugleikin þessa dagana enda landinn iðinn við að ferðast um verslunarmannahelgi ár hvert.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands má búast við fínu veðri víða um land. Telur veðurfræðingur veðrið verða með svipuðu móti víðast hvar en hlýjast verður þó líklega á Vesturlandi þar sem Evrópumeistaramótið í mýrarbolta fer m.a. fram. Kaldara verður hins vegar fyrir norðan. Víðast hvar má búast við einhverri vætu og léttum skúrum en tjaldgestir þurfa þó vart að örvænta því hvergi er gert ráð fyrir mjög mikilli úrkomu.

Hiti verður á bilinu 8 til 15 gráður, mildast í Vestmannaeyjum.