Fljótshlíð Kotmót eru fjölsótt, enda góð dagskrá og aðstaðan sömuleiðis.
Fljótshlíð Kotmót eru fjölsótt, enda góð dagskrá og aðstaðan sömuleiðis. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Margt verður um að vera á Kotmóti, fjölskylduhátíð á vegum Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi, sem verður að venju haldið um verslunarmannahelgina í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. Mótið hefst í dag og stendur yfir alla helgina.

Margt verður um að vera á Kotmóti, fjölskylduhátíð á vegum Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi, sem verður að venju haldið um verslunarmannahelgina í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. Mótið hefst í dag og stendur yfir alla helgina. Kotmót hafa verið haldið síðastliðin 65 ár og hefðin er því orðin býsna sterk. Reiknað er með að mótsgestir að þessu sinni verði 1.800 til 2.500.

Líkt og fyrri ár verða fjölmargir viðburðir í boði fyrir alla aldurshópa, svo sem samkomur með trúarlegu ívafi, varðeldur, karnival á Hvolsvelli, hæfileikakeppnin, tónleikar, dagskrá fyrir unglinga og margt fleira. Þá er sérstakt barnamót með fjölbreyttri dagskrá við hæfi þess aldurshóps. Öll aðstaða er með besta móti í Kirkjulækjarkoti, þar sem byggt hefur verið upp og bætt síðustu árin. Í Örkinni, gamla tívolíhúsinu úr Hveragerði, eru tveir stórir samkomusalir auk miðrýmis og þar er jafnan margt skemmtilegt um að vera. Góð tjaldsvæði eru á svæðinu auk gistiaðstöðu í skálum.

Nánari upplýsingar má finna á síðunni www.kotmot.is