Orgelsnillingurinn Maurice Clerc heldur tvenna tónleika um helgina. Maurice Clerc hefur ferðast um allan heim á ferlinum sem konsertorganisti.

Orgelsnillingurinn Maurice Clerc heldur tvenna tónleika um helgina. Maurice Clerc hefur ferðast um allan heim á ferlinum sem konsertorganisti. Hann hefur leikið í þekktum dómkirkjum í New York, Feneyjum og Melbourne og komið fram á tónleikahátíðum víða um heim. Frá 1972 hefur hann verið organisti við hina glæsilegu gotnesku Saint-Bénigne-dómkirkju í Dijon í Frakklandi.

Á laugardaginn, 2. ágúst, klukkan 12 verða hálftíma langir hádegistónleikar þar sem Clerc leikur verk Gervaise, Buxtehude, Verdi, Cochereau og Vierne. Á efnisskrá sunnudagsins eru verk Morets, Marcello, J.S. Bach, Césars Francks, Fauré, Langlais auk endurunnins spuna í kringum verk Cochereau. Þeir tónleikar hefjast klukkan 17 og standa í u.þ.b. klukkustund.