[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
G unnhildur Yrsa Jónsdóttir , fyrrverandi fyrirliði Stjörnunnar, hefur skipt um félag í norsku úrvalsdeildinni.

G unnhildur Yrsa Jónsdóttir , fyrrverandi fyrirliði Stjörnunnar, hefur skipt um félag í norsku úrvalsdeildinni. Hún er farin frá Arna Björnar til Grand Bodö en síðarnefnda félagið er sem stendur í botnsæti norsku úrvalsdeildarinnar með eitt stig í ellefu leikjum.

Hlín Gunnlaugsdóttir , leikmaður Breiðabliks, gekk í gær að láni til liðs við HK/Víkings í 1. deild kvenna í knattspyrnu. Hlín sem er gríðarlega reynslumikill leikmaður hefur spilað minna með Breiðabliki í ár heldur en undanfarin tímabil.

Magnús Gunnar Erlendsson , markvörður Víkings R. í handbolta, framlengdi samning sinn við félagið í gær og verður því áfram á milli markstanga liðsins á næsta tímabili. Þetta kom fram á heimasíðu félagsins í gær en Magnús lék um áraraðir með Fram þar sem hann fór á kostum þegar liðið varð Íslandsmeistari árið 2013.

Samkvæmt heimildum Sky Sports er Kolbeinn Sigþórsson , leikmaður Ajax, langt kominn í viðræðum sínum við enska úrvalsdeildarliðið QPR. Samkvæmt enska blaðinu Daily Express á Marc Overmars, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, að hafa sagt að félögin væru nálægt því að komast að samkomulagi.

Bikarmeistararnir í Füchse Berlín í þýska handboltanum hafa samið við króatíska landsliðsmanninn Drago Vukovic um að spila með félaginu tímabilið 2015-2016. Dagur Sigurðsson þjálfar sem kunnugt er Berlínarfélagið og átti að sögn Vukovic stóran þátt í að fá króatísku skyttuna til að spila með félaginu.

Enska úrvalsdeildarliðið West Ham hefur tryggt sér þjónustu varnarmannsins Carl Jenkinson út komandi tímabil en hann kemur til liðsins að láni frá Arsenal.

Bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson mun ekki vera í liði Bandaríkjanna í Ryder-bikarnum sem fram fer í september næstkomandi. Johnson, sem er sem stendur í fimmta sæti af níu sætum sem eru laus fyrir Ryderliðið, tekur ekki þátt vegna persónulegra vandamála. Kylfingurinn segist ætla að leita sér aðstoðar hjá sérfræðingum.

Tottenham hefur samið við Sporting Lissabon um kaup á enska miðverðinum Eric Dier fyrir 4 milljónir punda. Dier er tvítugur og hefur verið á mála hjá portúgalska félaginu frá árinu 2003.