Ástralskir og hollenskir sérfræðingar í réttarvísindum komust í fyrsta skipti í gær á staðinn í austanverðri Úkraínu þar sem farþegaþota Malaysia Airlines hrapaði 17. júlí.

Ástralskir og hollenskir sérfræðingar í réttarvísindum komust í fyrsta skipti í gær á staðinn í austanverðri Úkraínu þar sem farþegaþota Malaysia Airlines hrapaði 17. júlí.

Sérfræðingarnir fóru á staðinn í fylgd eftirlitsmanna frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu eftir að stjórnarher Úkraínu gerði hlé á árásum sínum á aðskilnaðarsinna. Átök milli hersins og aðskilnaðarsinna höfðu tafið rannsóknina á staðnum í tæpa viku. 298 manns fórust þegar þotan hrapaði og talið er að um 80 lík séu enn á staðnum.

Fréttamaður AFP á staðnum sagðist hafa heyrt sprengingar og séð mikinn reykmökk um 10 km frá flaki þotunnar þegar sérfræðingarnir voru þar að störfum.

Rússneskir sérfræðingar hyggjast einnig rannsaka flak þotunnar.