Samkvæmt nýju virðismati IFS er sannvirði hlutabréfa í Össuri nú um 3,0 dollarar, eða um 347,3 krónur. Það er 15% yfir síðustu viðskiptum fyrir birtingu verðmatsins í gærmorgun og mælir IFS með kaupum á bréfum í félaginu.

Samkvæmt nýju virðismati IFS er sannvirði hlutabréfa í Össuri nú um 3,0 dollarar, eða um 347,3 krónur. Það er 15% yfir síðustu viðskiptum fyrir birtingu verðmatsins í gærmorgun og mælir IFS með kaupum á bréfum í félaginu.

Tvennt gerir það að verkum að rekstur Össurar lítur vel út að mati IFS. Annars vegar er kominn gangur í sölu á framlegðarmestu vörum félagsins, stoðtækjunum. Hins vegar hefur Össur náð eftirtektarverðum árangri í lækkun kostnaðar , m.a. með hagkvæmri framleiðslu í Mexíkó, segir IFS.