Bætum strætó Ekki get ég skilið aðgerðaröð skipulagsfræðinga Reykjavíkurborgar. Ef fjölga á notendum almenningssamgangna verður að byrja á því að bæta almenningssamgöngur og gera þær fýsilegan kost.

Bætum strætó

Ekki get ég skilið aðgerðaröð skipulagsfræðinga Reykjavíkurborgar. Ef fjölga á notendum almenningssamgangna verður að byrja á því að bæta almenningssamgöngur og gera þær fýsilegan kost. Ég er svo heppinn að búa miðsvæðis og flestar strætisvagnaleiðir ganga nærri heimili mínu. Ég þarf oftast ekki að taka nema einn vagn, mögulega tvo, til að komast leiðar minnar. Þurfi fólk hinsvegar að komast á milli tveggja úthverfa þarf það oftast að taka fleiri vagna sem oftar en ekki fara á mis. Það þarf að samræma strætisvagna og gera þá vænlegan kost áður en farið er að byggja á bílastæðum og þrengja götur svo ekki sé fært að komast á einkabíl milli staða. Slíkt veldur bara gremju.

Borgarbúi.