Vegagerðin hefur um fimm milljarða króna til ráðstöfunar í viðhald á vegakerfinu á þessu ári, þar af eru 2,3 milljarðar í viðhald á bundnu slitlagi og 750 milljónir til ráðstöfunar í viðhald malarvega.

Vegagerðin hefur um fimm milljarða króna til ráðstöfunar í viðhald á vegakerfinu á þessu ári, þar af eru 2,3 milljarðar í viðhald á bundnu slitlagi og 750 milljónir til ráðstöfunar í viðhald malarvega. Til þjónustu á vegakerfinu, eins og snjómoksturs, hefur Vegagerðin um 3,4 milljarða króna úr að spila.

„Innanríkisráðherra hefur margoft lýst því yfir að það yrði að sinna þessu betur og frekar að láta nýframkvæmdir bíða lengur. Það þýðir ekki að byggja upp heilt vegakerfi og láta það grotna niður. Tíðarfarið hefur einnig ráðið miklu um hvernig ástand veganna er. Við munum hins vegar seint leggja slitlag á alla vegi,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri við Morgunblaðið.