Landspítalinn
Landspítalinn
Maðurinn sem ráðist var á aðfaranótt fimmtudagsins 17. júlí sl. í Grundarfirði var útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans í gær. Honum var haldið sofandi en hefur nú verið vakinn, að sögn læknis sem mbl.is ræddi við í gær.
Maðurinn sem ráðist var á aðfaranótt fimmtudagsins 17. júlí sl. í Grundarfirði var útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans í gær. Honum var haldið sofandi en hefur nú verið vakinn, að sögn læknis sem mbl.is ræddi við í gær. Maðurinn hlaut alvarlega höfuðáverka og slasaðist alvarlega þegar tveir menn réðust á hann á bryggjunni í Grundarfirði. Hæstiréttur staðfesti síðastliðinn mánudag fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir árásarmönnunum tveimur.