Mannþröng Gestir fylla ganga Louvre-safnsins, hér hjá vængjuðu sigurstyttunni frá Samothrace sem er komin aftur upp eftir hreinsun.
Mannþröng Gestir fylla ganga Louvre-safnsins, hér hjá vængjuðu sigurstyttunni frá Samothrace sem er komin aftur upp eftir hreinsun. — AFP
Louvre-safnið í París er best sótta safn jarðar en í fyrra sóttu það heim 9,3 milljónir gesta. Álagið á safnbygginguna fögru í París er því mikið en til samanburðar er búist við einni milljón til Íslands á árinu.

Louvre-safnið í París er best sótta safn jarðar en í fyrra sóttu það heim 9,3 milljónir gesta. Álagið á safnbygginguna fögru í París er því mikið en til samanburðar er búist við einni milljón til Íslands á árinu. Stjórnendur safnsins spá því að fjöldinn muni halda áfram að aukast og verða 12 milljónir á ári eftir 11 ár, hvort sem opnunartímar verða lengdir eða ekki.

Að sögn The Art Newspaper íhugar franska menningarmálaráðuneytið nú, í ljós vinsælda safna Parísarborgar, að lengja afgreiðslutímann í Louvre, Orsay-safninu og Versalahöll og hafa þessi söfn opin sjö daga vikunnar og jafnvel fram á kvöld einhverja daga eins og gert er í söfnum í Lundúnum, Madríd og New York. Franski utanríkisráðherrann, Laurent Fabius, hefur blandað sér í málið og segir lengri afgreiðslutíma nauðsynlegan.

Með auknum fjölda ferðamanna sjá stjórnvöld fram á auknar tekjur, sem koma sér vel á tímum niðurskurðar, þótt kostnaður við reksturinn aukist einnig eitthvað.

British Museum er næstvinsælasta safnið, í það komu 6,7 milljónir gesta í fyrra, og 6,2 milljónir í Metropolitan-safnið í New York.