1. ágúst 1982 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vinnur Færeyjar, 4:1 í vináttulandsleik í Færeyjum. Sigurður Örn Grétarsson skorar tvö af mörkum Íslands og Heimir Karlsson og Erlingur Kristjánsson sitt markið hvor. 1.

1. ágúst 1982

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vinnur Færeyjar, 4:1 í vináttulandsleik í Færeyjum. Sigurður Örn Grétarsson skorar tvö af mörkum Íslands og Heimir Karlsson og Erlingur Kristjánsson sitt markið hvor.

1. ágúst 1996

Jón Arnar Magnússon setur Íslandsmet í tugþraut þegar hann halar inn 8.274 stigum á Ólympíuleikunum í Atlanta í Bandaríkjunum. Jón Arnar bætir fyrra Íslandsmet sitt um 26 stig og endar í 12. sæti tugþrautarkeppni Ólympíuleikanna.

1. ágúst 2000

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vinnur Norðmenn, 92:66, á Norðurlandamótinu sem fram fer í Reykjanesbæ. Herbert Arnarson er stigahæstur í íslenska liðinu með 18 stig og Gunnar Einarsson skorar 17.